mið 30. september 2020 12:30
Elvar Geir Magnússon
Umboðsmaður Van de Beek ósáttur við spiltímann hjá Man Utd
Donny van de Beek.
Donny van de Beek.
Mynd: Getty Images
Sjaak Swart, umboðsmaður Donny van de Beek, er ósáttur við spiltíma leikmannsins hjá Manchester United síðan hann kom frá Ajax.

„Ég er alls ekki hrifinn af því að hann sé notaður sem varaskeifa," segir Swart.

Van de Beek spilaði 23 mínútur gegn Crystal Palace í fyrsta úrvalsdeildarleik United á tímabilinu og kom inn í blálokin gegn Brighton.

Innkomurnar hafa þó verið öflugar, hann skoraði gegn Palace og hjálpaði United að fá vítaspyrnu gegn Brighton.

„United hefði átt að tapa þessum leik 7-1. Brighton átti skot í markstangirnar fimm sínum. Brighton er með fínt lið en svona á ekki að gerast há Manchester United," segir Swart.

Nemanja Matic, Paul Pogba og Bruno Fernandes eru fyrstir á blað á miðjuna hjá Ole Gunnar Solskjær núna.
Athugasemdir
banner
banner