fim 30. september 2021 15:50
Brynjar Ingi Erluson
17 ára undrabarn í spænska landsliðshópnum
Gavi í leik með Barcelona
Gavi í leik með Barcelona
Mynd: EPA
Luis Enrique, þjálfari spænska landsliðsins, valdi hóp sinn fyrir undanúrslit Þjóðadeildarinnar í dag, en það er einn óvæntur leikmaður í hópnum.

Enrique valdi hinn 17 ára gamla, Gavi, sem spilar með Barcelona en hann á aðeins sex leiki að baki fyrir aðallið félagsins.

Gavi er einn efnilegasti leikmaður Spánar. Hann hefur þó aldrei spilað fyrir U21 ára landslið þjóðarinnar og fer því beint úr U18 ára liðinu og í A-liðið.

Arnar Laufdal Arnarsson og Magnús Hólm Einarsson ræddu einmitt um Gavi og framtíð hans í hlaðvarpsþættinum Ungstirnin hér á Fótbolta.net en það má hlusta á þá umræðu í spilaranum hér fyrir neðan.

Pedri er kominn aftur inn í hópinn eftir að hafa fengið frí í síðasta mánuði.

Hópurinn:

Markverðir: Unai Simon, Robert Sanchez, David De Gea

Varnarmenn: Azpilicueta, Pedro Porro, Eric Garcia, Laporte, Inigo Martínez, Pau Torres, Reguilon, Marcos Alonso

Miðjumenn: Busquets, Rodri, Pedri, Mikel Merino, Koke, Gavi

Framherjar: Ferran Torres, Sarabia, Oyarzabal, Fornals, Marcos Llorente, Yeremi Pino
Ungstirnin - U21 landsliðið í eldlínunni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner