Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 30. september 2021 14:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar um Kolbein: Ég er ekki að fara svara 'ef og hefði' í dag
Icelandair
Kolbeinn Sigþórsson
Kolbeinn Sigþórsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjórn KSÍ ákvað í síðasta landsliðsverkefni að meina landsliðsþjálfurunum að velja Kolbein Sigþórsson í landsliðið.

Mál Kolbeins hefur mikið verið í umræðunni að undanförnu. Tvær konur stigu fram og sögðu frá ofbeldi af hálfu Kolbeins. Hann sagðist ekki hafa kannast við að hafa beitt þær ofbeldi eða áreitt en sagðist samt taka harða afstöðu gegn ofbeldi.

„Það er ómögulegt fyrir okkur sem þjálfara að vinna okkar starf ef við þurfum að hringja inn nöfn til stjórnar eða í hvern sem er og fá leyfi til að velja fólk. Þá get ég ekki unnið starfið mitt. Ef ég get ekki unnið starfið mitt eins og ég vil vinna það, þá þarf að finna einhvern annan þjálfara," sagði Arnar Viðarsson á fréttamannafundi í síðasta landsliðsglugga.

Kolbeinn fór í aðgerð fyrir ekki svo löngu síðan og er því ekki leikhæfur fyrir omandi landsleiki. Landsliðshópurinn var tilkynntur í dag og í kjölfarið var fréttamannafundur.

Á fundinum spurði Guðjón Guðmundsson landsliðsþjálfarann hvort hann hefði valið Kolbein í þetta verkefni ef hann hefði verið heill.

„Kolbeinn er meiddur, nýkominn úr aðgerð. Ef og hefði Gaupi, ég er ekki að fara svara því hérna í dag," sagði Arnar á fréttamannafundinum í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner