Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 30. september 2021 13:40
Brynjar Ingi Erluson
Arnar segir að ákvörðunin um Aron hafi verið sín
Icelandair
Aron Einar Gunnarsson er ekki í hópnum
Aron Einar Gunnarsson er ekki í hópnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands, er ekki í landsliðshópnum fyrir leikina gegn Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM en hann gaf þó kost á sér í verkefnið.

Aron var ekki með í síðasta verkefni í september en hann hafði þá greinst með Covid-19 og var ekki tekinn með inn í hópinn.

Hann gaf kost á sér í þetta verkefni en það var ákvörðun landsliðsþjálfarana að velja hann ekki að þessu sinni, að sögn Arnars. Hann segir að aðstæður séu utanaðkomandi.

„Aron er ekki valinn í þetta verkefni og eftir mörg góð samtöl milli mín Arons og Eiðs Smára þá tók ég þá ákvörðun að velja Aron ekki," sagði Arnar Þór á blaðamannafundi í dag.

„Ástæðurnar fyrir því eru utanaðkomandi og ég get því miður ekki farið nánar út í það í dag og ég ætla að biðja ykkur um að virða það."

„Fyrir þennan glugga höfum ekki fengið nein bönn. Það er einfaldlega þannig að þjálfarar þurfa að taka ákvarðanir um hvað er best fyrir hópinn hverju sinni og hvernig hópurinn fúnkerar best fyrir þessa leiki."

„Það gáfu allir kost á sér. Aron gaf kost á sér í verkefnið en það var mín ákvörðun að velja hann ekki fyrir þetta verkefni. Hann er ekki hættur. Við erum að velja landsliðshópinn fyrir þessa tvo leiki en hvað framtíðin ber í skauti sér get ég ekki spáð fyrir,"
sagði hann ennfremur.

433.is greindi frá því í dag að stjórn KSÍ sem tekur við til bráðabirgða hafi bannað Arnari að velja Aron í hópinn. Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433, skrifaði á Twitter eftir fréttamannafundinn að hann stendur við þá frétt.
Athugasemdir
banner
banner