Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 30. september 2021 17:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Tottenham og West Ham: 17 ára fremstur hjá Tottenham
Dane Scarlett
Dane Scarlett
Mynd: Getty Images
Byrjunarliðin í Evrópuboltanum í kvöld eru klár. Leikirnir hefjast kl 19:00.

West Ham fær Rapid Wien í heimsókn í 2. umferð Evrópudeildarinnar en West Ham vann Dinamo Zagreb með tveimur mörkum gegn engu í fyrstu umferð. Alphonse Areola er í markinu, Michael Dawson og Issa Diop eru í miðverði, þeir spiluðu saman gegn United í deildarbikarinum. Markaskorarinn Antonio er fremstur.

Tottenham fær Mura í heimsókn í sambandsdeildinni. Hinn 17 ára gamli Dane Scarlett er í fremstu víglínu með Bryan Gil og Giovani Lo Celco. Tottenham gerði jafntefli gegn Rennes á útivelli, 2-2 í fyrstu umferð.

Elías Rafn Ólafsson er í markinu hjá Midjylland sem mætir Braga í Evrópudeildinni. Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson eru á varamanna bekk FC Kaupmannahöfn sem fær Lincoln Red Imps í heimsókn í Sambandsdeildinni.

Tottenham: Gollini, Doherty, Rodon, Romero, Reguilon, Alli, Skipp, Winks, Lo Celso, Scarlett, Gil.

West Ham: Areola, Johnson, Dawson, Diop, Cresswell, Noble, Rice, Benrahma, Yarmolenko, Antonio, Vlasic.
Athugasemdir
banner
banner
banner