Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 30. september 2021 16:52
Brynjar Ingi Erluson
Conte: Chelsea kann ekki að nota Lukaku
Romelu Lukaku
Romelu Lukaku
Mynd: EPA
Antonio Conte, fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea og Inter, segir að enska liðið hafi ekki enn fundið út hvernig best sé að nota Romelu Lukaku.

Conte fékk Lukaku frá Manchester United árið 2019 og gerði hann að einum besta framherja heims. Lukaku hjálpaði liðinu að vinna ítölsku deildina eftir níu ára einokun Juventus.

Chelsea keypti hann aftur til félagsins í sumar fyrir tæpar 100 milljónir punda. Hann er með 4 mörk í 8 leikjum á þessari leiktíð en Conte segir að enska liðið eigi enn langt í land með að ná því besta úr honum.

„Hann getur gert enn betur þá sérstaklega með tæknina. Hann er nú þegar að spila á háu stigi en leikmenn verða að halda áfram að bæta sig fram að síðasta degi ferilsins," sagði Conte.

„Þegar leikur er í gangi þá koma augnablik þar sem það þarf að kveikja á Lukaku, en burt séð frá því þá er hann einn af þeim erfiðustu til að mæta. Hann getur valdið skaða alls staðar á vellinum."

„Þegar þú ert með svona framherja þá þarftu að nota hann og mér finnst Chelsea ekki hafa áttað sig almennilega á því hvernig á að nota hann."

„Liðið var ekki með ekta framherja á síðustu leiktíð þannig menn spiluðu mismunandi stöður. Romelu er klassískt dæmi um hreinræktaðan framherja. Ef Chelsea tekst að komast að því hvernig best er að nota Lukaku, þá mun reynast erfitt fyrir önnur lið að vinna þá,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner