Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 30. september 2021 06:00
Victor Pálsson
De Jong telur að Koeman sé ekki vandamálið
Mynd: Getty Images
Það myndi ekki hjálpa Barcelona að reka stjóra sinn Ronald Koeman sem er valtur í sessi eftir lélega byrjun á tímabilinu.

Barcelona spilaði við Benfica í Meistaradeildinni í gær og tapaði þar 3-0 og það nokkuð sannfærandi.

Margir búast við því að Koeman verði rekinn en Barcelona hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum.

Liðið hefur þá aldrei byrjað verr í Meistaradeildinni í sögunni. Frankie de Jong, leikmaður liðsins, telur að það muni ekki hjálpa að reka landa sinn úr starfi.

„Ég get ekki talað um Koeman. Það er ekki mitt að gera. Ég tel að það skipti engu að breyta um stjóra," sagði De Jong.

„Við erum að reyna allt saman, við æfum vel og gerum okkar besta á vellinum. Dagurinn í dag var ekki okkar, það er á hreinu."
Athugasemdir
banner
banner