banner
   fim 30. september 2021 14:26
Elvar Geir Magnússon
Enski landsliðshópurinn: Tomori, Watkins og Ramsdale valdir
Fikayo Tomori hefur staðið sig vel með AC Milan.
Fikayo Tomori hefur staðið sig vel með AC Milan.
Mynd: EPA
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands.
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands.
Mynd: EPA
Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands hefur valið varnarmanninn Fikayo Tomori hjá Milan, sóknarmanninn Ollie Watkins hjá Aston Villa og markvörðinn Aaron Ramsdale í landsliðshóp sinn fyrir komandi leiki gegn Andorra og Ungverjalandi í undankeppni HM.

Phil Foden, leikmaður Manchester City, snýr aftur í hópinn eftir meiðsli. Harry Maguire og Trent Alexander-Arnold eru frá vegna meiðsla.

England leikur gegn Andorra 9. október og Ungverjum 12. október.

Tomori sem er 23 ára gekk í raðir AC Milan frá Chelsea í sumar en hann á einn landsleik að baki sem hann spilaði 2019. Hann lék á láni hjá Milan á síðasta tímabili.

„Hann er að spila hjá félagi þar sem eru væntingar um að vinna í hverri viku svo hann er að spila vel undir pressu. Hann er öflugur og býr yfir góðum hraða. Hann er að bæta sig mikið," segir Southgate.

Aaron Ramsdale hefur staðið sig vel með Arsenal og kemur inn í hópinn í stað Nick Pope.

Markverðir: Sam Johnstone (West Brom), Jordan Pickford (Everton), Aaron Ramsdale (Arsenal).

Varnarmenn: Conor Coady (Wolves), Reece James (Chelsea), Tyrone Mings (Aston Villa), Luke Shaw (Manchester United), John Stones (Manchester City), Kieran Tripper (Atletico Madrid), Kyle Walker (Manchester City), Fikayo Tomori (Milan).

Miðjumenn: Jordan Henderson (Liverpool), Jesse Lingard (Manchester United), Mason Mount (Chelsea), Kalvin Phillips (Leeds United), Declan Rice (West Ham), Phil Foden (Man City).

Sóknarmenn: Jack Grealish (Manchester City), Harry Kane (Tottenham), Bukayo Saka (Arsenal), Jadon Sancho (Manchester United), Raheem Sterling (Manchester City), Ollie Watkins (Aston Villa).
Athugasemdir
banner
banner
banner