Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 30. september 2021 14:50
Brynjar Ingi Erluson
„Hefði verið í hópnum ef Víkingarnir væru ekki svona góðir"
Icelandair
Kári Árnason
Kári Árnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason verður ekki með íslenska landsliðinu í landsleikjunum tveimur í þessum mánuði en hann er að fara inn í undanúrslitaleik með Víkingum.

Kári mun hætta í fótbolta eftir þetta tímabil og tekur við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi.

Hann varð Íslandsmeistari með liðinu á dögunum og spilar svo gegn Vestra í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á laugardag. Það var sameiginleg ákvörðun að hann yrði ekki með í þessu verkefni.

„Hann hefði mjög líklega verið í hópnum ef Víkingarnir væru ekki svona góðir. Við töluðum síðast við Kára í gær og hann er að fara í undanúrslitaleik," sagði Arnar Þór.

„Mjög líklega á leið í úrslitaleik. Við vitum það og Kári veit að það er erfitt fyrir hann að spila svona marga leiki á stuttum tíma. Þetta eru síðustu skrefin hjá honum á ferlinum og við vorum sammála um það að hann verður með okkur og kemur inn á hótel og heilsar upp á mannskapinn ef það er hægt útaf Covid-bubblu og öðru"

„Ég er svo pottþéttur að KSÍ mun heiðra þann heiðursmann, Kára Árnason, fyrir sinn knattspyrnuferil mjög fljótlega,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner