Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 30. september 2021 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vålerenga með augastað á Karli Friðleifi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karl Friðleifur Gunnarsson er á láni út þessa leiktíð hjá Víkingi. Kalli, eins og hann er oftast kallaður, er samningsbundinn Breiðabliki.

Hann er undir smásjá norska félagsins Vålerenga en þetta kom fram í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í vikunni.

Kalli er tvítugur hægri bakvörður sem varð Íslandsmeistari með Víkingi í sumar.

Hann var til viðtals fyrr í þessum mánuði og var spurður út í sína framtíð:

Markmiðið að fara í atvinnumennsku
Hvert stefnir hugurinn? Það hefur verið talað um mögulega atvinnumennsku, viltu fara út núna eða taka eitt tímabil á Íslandi í viðbót?

„Í langan tíma hefur markmiðið verið að komast út í atvinnumennsku en ef niðurstaðan verður annað tímabil hér heima þá er það ekkert til að vera svekktur út í. Það væri eitthvað til að hlakka til og halda áfram að gera góða hluti."

Þegar eða ef að því kemur að þú farir erlendis. Ertu með einhvern stað sem þú vilt byrja á?

„Ég held að það sé bara að velja úr því sem kemur upp. Því fleiri möguleikar því betra. Maður lokar aldrei neinum gluggum og maður skoðar allt sem maður fær."
Athugasemdir
banner
banner