Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 30. september 2021 20:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Leikur Marseille og Galatasaray stöðvaður vegna átaka í stúkunni
Mynd: Getty Images
Marseille og Galatasaray eigast nú við í Evrópudeildinni. Staðan er markalaus eftir um það bil klukkutíma leik.

Leikurinn er 10 mínútum á eftir áætlun þar sem leikurinn var stöðvaður í fyrri hálfleik þar sem stuðningsmenn beggja liða köstuðu blysum og öðrum lausamunum í átt að hvor öðrum.

Þetta er ekki í fyrsta sinn á tímabilinu þar sem eru læti í kringum Marseillie en franska knattspyrnusambandið dróg stig af Nice eftir að flösku var kastað í Dimitri Payet leikmann Marseille og í framhaldinu leystist allt upp í vitleysu.

Liðin leika í E-riðli en Marseille gerði jafntefli gegn Lokomotiv Moskvu í fyrstu umferð á meðan Galatasaray vann Lazio.


Athugasemdir
banner