Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 30. september 2021 08:00
Elvar Geir Magnússon
Man Utd treystir of mikið á einstaklingsframtök
Sigurmarki Ronaldo fagnað.
Sigurmarki Ronaldo fagnað.
Mynd: Getty Images
Michael Owen fyrrum sóknarmaður Manchester United segir að sitt fyrrum félag treysti of mikið á einstaklingsframtök.

United vann 2-1 sigur gegn Villarreal í Meistaradeildinni í gær en Cristiano Ronaldo skoraði sigurmarkið þegar rúmar fjórar mínútur voru komnar yfir hefðbundinn leiktíma.

„Ég tel að Man Utd treysti of mikið á einstaklingsframtök og svona undramörk eins og Alex Telles skoraði. Þetta var eitt af bestu mörkum sem skoruð hafa verið á Old Trafford undanfarin ár," segir Owen.

„Síðustu tíu mínúturnar eða svo þá var þetta meira eins og lið. Þá var liðið miklu betra. Og þegar þú ert með Cristiano Ronaldo í liðinu þá getur hann gefið þér svona stundir."

Þessi ummæli Owen ríma við það sem Gary Neville sagði í vikunni en hann talaði um að það væri ekki nægilega mikill liðsbragur á United.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner