Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 30. september 2021 17:00
Brynjar Ingi Erluson
Phillips að framlengja við Leeds
Kalvin Phillips verður áfram hjá Leeds
Kalvin Phillips verður áfram hjá Leeds
Mynd: EPA
Enski miðjumaðurinn Kalvin Phillips er við það að ganga frá nýjum samningi við enska úrvalsdeildarfélagið Leeds United.

Phillips, sem er 25 ára gamall, er samningsbundinn Leeds til ársins 2024, en hann hefur verið þeirra besti maður síðustu ár og unnið sér sæti í enska landsliðshópnum.

Mörg félög hafa horft til hans síðustu mánuði en hann er þó ákveðinn í því að vera áfram hjá uppeldisfélaginu.

Umboðsmaður Phillips ræddi við Telegraph um stöðuna á Phillips og er það nánast öruggt að hann framlengi samning sinn við félagið.

„Ég get bara séð jákvæða niðurstöðu í þessu máli. Þrá Kalvin er að vera áfram hjá Leeds og það er mikill vilji báðum megin að ná saman," sagði umboðsmaður Phillips.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner