banner
   fim 30. september 2021 22:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Phillips: Leeds getur spilað í Meistaradeildinni
Mynd: Getty Images
Kalvin Phillips leikmaður Leeds United mun framlengja samning sinn við félagið ef marka má orð umboðsmannsins hans.

Hinn 25 ára gamli Phillips er fæddur og uppalinn í Leeds og hann er alls ekki á þeim buxunum að yfirgefa félagið.

Hann var stóryrtur í viðtali við GQ fyrir síðasta tímabil sem var fyrsta tímabil Leeds í efstu deild í 16 ár að hann vildi spila fyrir félagið í evrópukeppni.

„Ég vil spila í Evrópudeildinni og Meistaradeildinni. Ég vil helst gera það með Leeds. Það er ekkert sem segir til um að við getum það ekki," sagði Phillips.

Hann hefur verið orðaður við Manchester United en fréttir um að hann sé að framlengja við Leeds segja væntanlega til um að skipti til United muni ekki eiga sér stað, sérstaklega eftir að hann var spurður um hvaða þýðingu United hefði fyrir sig sagði hann einfaldlega „Enga"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner