Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 30. september 2021 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Raggi ekki valinn - „Enginn tilkynnt okkur að hann sé hættur í landsliðinu"
Icelandair
Ragnar Sigursson
Ragnar Sigursson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsþjálfararnir sátu fyrir svörum á fréttamananfundi í dag. Eftir síðasta landsleikjaglugga var fjallað um þann möguleika að reynslumiklir leikmenn væru að íhuga að hætta spila með landsliðinu.

Arnar Viðarsson sagði að allir leikmenn hefðu gefið kost á sér í þetta verkefni.

„Það hefur enginn tilkynnt okkur að hann sé hættur í landsliðinu. Það gáfu allir kost á sér," sagði Arnar.

Í kjölfarið var sérstaklega spurt út í Ragga Sig. Hefur hann eitthvað talað um að hann sé hættur? Gaf hann kost á sér?

„Raggi var ekki valinn. Við töldum aðra hafsenta vera betur til þess fallna að taka á þessu verkefni," sagði Arnar.

Hafsentarnir í hópnum eru þeir Jón Guni Fjóluson, Hjörtur Hermannsson, Brynjar Ingi Bjarnason og Ari Leifsson.

Þess má geta að Ragnar kom við sögu í fimm leikjum með Fylki seinni hluta tímabisins en var ónotaður varamaður í lokaumferðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner