Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 30. september 2021 10:00
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo hefur áhrif á alla
Cristiano Ronaldo fer vel af stað í endurkomunni.
Cristiano Ronaldo fer vel af stað í endurkomunni.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo eignar sér fyrirsagnirnar enn einu sinni eftir að hann skoraði sigurmarkið á síðustu stundu þegar Manchester United vann 2-1 sigur gegn Villarreal í Meistaradeildinni.

„Svona gerist á Old Trafford, það hefur gerst svo oft áður. Við þurftum að taka áhættu og höfðum heppnina með okkur að lokum. Þeir eru með lið sem er erfitt að spila gegn, mjög erfitt að leggja. Þetta var erfitt verkefni en á okkar heimavelli viljum við alltaf vinna," segir Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United.

„Stundum snýst þetta ekki um einhverja leikáætlun. Það er stuðningur áhorfenda og svo ertu með Cristiano Ronaldo á vellinum. Þá áttu alltaf möguleika. Hann er svo góður fyrir framan markið og hefur áhrif á alla."

Jesse Lingard lagði upp sigurmarkið í leiknum eftir að hafa komið inn af bekknum.

„Jesse vill spila meira. En hann kemur inn af bekknum til að hafa áhrif og hann gerði það. Fyrir leikmenn er risastórt að vinna leik með þessum hætti eftir að hafa tapað leik með svipuðum hætti í Bern (gegn Young Boys). Í þessari keppni eru allir leikir erfiðir."

Atalanta er á toppi riðilsins með 4 stig, Young Boys og Manchester United eru með 3 stig og Villarreal á botninum með 1 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner