Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 30. september 2021 22:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Southgate: Sancho á ekki skilið að vera í landsliðinu
Sancho fyrir miðju með Mason Mount og Jack Grealish
Sancho fyrir miðju með Mason Mount og Jack Grealish
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands hefur valið varnarmanninn Fikayo Tomori hjá Milan, sóknarmanninn Ollie Watkins hjá Aston Villa og markvörðinn Aaron Ramsdale í landsliðshóp sinn fyrir komandi leiki gegn Andorra og Ungverjalandi í undankeppni HM.

Phil Foden, leikmaður Manchester City, snýr aftur í hópinn eftir meiðsli. Harry Maguire og Trent Alexander-Arnold eru frá vegna meiðsla.

Jadon Sancho leikmaður Manchester United er einnig í hópnum en hann hefur ekki staðið undir væntingum hjá félaginu eftir að hann kom frá Dortmund í sumar.

Southgate hefur mikla trú á honum og telur að hann geti hjálpað Sancho.

„Á hann skilið að vera í landsliðinu eftir frammistöðu sína síðustu vikur? sennilega ekki," sagði Southgate.

„En við höfum trú á honum, trú á því að hann geti náð sínu besta. Ég vil spjalla við hann og hjálpa honum að bæta sig hjá United. Að hann finni að við höfum trú á honum núna eru góð skilaboð. Það er engin fullkomin lausn. Þú getur auðveldlega hent í mig öðru nafni sem var ekki valinn í fortíðinni og sagt, "Þú dílaðir ekki eins við hann."
Athugasemdir
banner
banner