Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 30. september 2021 19:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stjórn KSÍ fundaði í gær eftir að hafa fengið póst frá Öfgum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðshópur Íslands var tilkynntur í dag og það vakti athygli að Aron Einar Gunnarsson var ekki valinn.

Hann var ekki valinn síðast þar sem hann var að jafna sig af Covid-19. Sögusagnir fóru á kreik um að hann hafi ekki verið valinn vegna ásakanna um misnotkun. Hann þvertók fyrir það í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag.

Það kom fram á blaðamannafundi í dag að hann hafi ekki verið valinn vegna „utanaðkomandi aðstæðna."

433.is greindi frá því fyrr í dag að bráðabirgðastjórn KSÍ sem tekur til starfa um helgina hafi bannað Arnari að velja Aron í landsliðið. Arnar og Gísli Gíslason, varaformaður KSÍ, þvertóku fyrir það í samtali við Rúv.

Það kemur einnig fram í frétt Rúv.is að stjórn KSÍ hafi fundað í gær og þar hafi verið tekinn fyrir tölvupóstur frá aðgerðarhópnum Öfgum sem var sendur fyrir þremur dögum, pósturinn var færður til trúnaðarbókunar. Hvorki Gísli né Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir, einn forsvarsmanna hópsins vildi tjá sig um innihald póstsins.

Sjá einnig:
Landsliðshópurinn: Fimm ný nöfn
Bannað að velja Aron Einar?
Arnar segir að ákvörðunin um Aron hafi verið sín
Yfirlýsing frá Aroni Einari: Settur saklaus til hliðar í nýrri útilokunarmenningu KSÍ
Athugasemdir
banner
banner
banner