Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 30. september 2021 18:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Suarez um Barcelona: Sárt að sjá það sem er í gangi
Mynd: Getty Images
Barcelona og Athletico madrid mætast um helgina í spænsku úrvalsdeildinni.

Það er vægast sagt mikið vesen á Barcelona þessa dagana og það virðist bara vera ekki hvort heldur hvenær Ronald Koeman þjálfari liðsins muni taka pokan sinn.

Luis Suarez fyrrum leikmaður Barcelona og núverandi leikmaður Atletico var til viðtals hjá ESPN. Hann segir að það sé mjög sárt að sjá Barcelona í því ástandi sem það er í, í dag.

„Að sjá það sem er að gerast hjá félaginu er sárt. Það er sárt þar sem ég er stuðningsmaður, af því ég elska félagið. Það gaf mér allt sem ég hef, það hafði trú á mér á erfiðum tíma á mínum ferli. Þetta er sárt fyrir vini mína þarna, fyrir fólkið sem vinnur í félaginu daglega."
Athugasemdir
banner
banner