Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 30. september 2021 14:01
Brynjar Ingi Erluson
„Þeir eiga mömmu sem hefur staðið við bakið á þeim í öllu sem þeir gera"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bræðurnir, Andri Lucas Guðjohnsen og Sveinn Aron Guðjohnsen, eru báðir í íslenska landsliðshópnum fyrir landsleikina gegn Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM í þessum mánuði.

Eiður Smári, faðir þeirra, er aðstoðarþjálfari landsliðsins en hann tekur engan þátt í ákvörðunum tengdum þeim.

„Þetta eru allt ákvarðanir hans. Vonandi, það er sérstök staða að vera með tvo drengi í hópnum en í þessa tíu daga þá ættleiðir Addi þá og við höfum minnst á það oft áður þegar það kemur að fjölskyldumeðlimum eða sérstaklega börnum manns, þá sér Arnar meira um allar ákvarðanir eru í teknar í sambandi við þá," sagði Eiður á blaðamannafundinum.

„Ég efast um að það séu fleiri á leiðinni í framtíðinni fyrir utan Daníel sem er 15 ára."

Ragnhildur Sveinsdóttir er móðir þeirra en Eiður minntist á hennar hlutverk.

„Það má minnast á að þeir eiga mömmu og hefur staðið við bakið á þeim í öllu sem þeir gera. Ég hef oft verið spurður hvort ég sé stoltur og auðvitað er ég stoltur af börnunum mínum. Ég er stoltur fyrir því sem þeir standa fyrir og hverjir þeir eru sem persónur. Þeir þurfa ekki að klæðast landsliðstreyju til að gera mig stoltan."

„En auðvitað sló pabbahjartað aðeins hraðar þegar Andri skoraði sitt fyrsta landsliðsmark, viðurkenni það. Ég var ekki alveg tilfinningalaus,"
sagði Eiður í lokin.

Andri Lucas hefur spilað þrjá landsleiki og skorað eitt mark en Sveinn Aron hefur leikið fjóra A-landsleiki.
Athugasemdir
banner
banner