Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 30. september 2021 16:19
Elvar Geir Magnússon
Viktor Bjarki nýr yfirþjálfari KR
Viktor Bjarki Arnarsson.
Viktor Bjarki Arnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Bjarki Arnarsson hefur verið ráðinn nýr yfirþjálfari KR. Hann hefur verið hjá HK frá árinu 2017, fyrst sem spilandi aðstoðarþjálfari og svo aðstoðarþjálfari, afreksþjálfari og fulltrúi HK í þjálfarateymi við afrekssvið Menntaskólans í Kópavogi.

Viktor Bjarki er alls ekki ókunnur KR þar sem hann spilaði fyrir félagið 2008-2009 og aftur 2010-2012 þar sem hann vann bæði bikar- og Íslandsmeistaratitla fyrir KR. Hann er með UEFA A þjálfaragráðu.

„Það er gaman að snúa aftur í KR enda spennandi tímar framundan hjá félaginu og góð áskorun að taka þátt í metnaðarfullri uppbyggingu til framtíðar í Vesturbænum,“ segir Viktor Bjarki.

Sem yfirþjálfari mun Viktor Bjarki meðal annars hafa yfirumsjón með faglegu starfi knattspyrnudeildar og setja saman þjálfunarstefnu félagsins i samráði við framkvæmdastjórn. Auk þess kemur Viktor inn í þjálfarateymi meistaraflokks félagsins, sinna afreksstefnu og greiningarvinnu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner