Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 30. október 2019 07:00
Brynjar Ingi Erluson
18 ára Englendingur á miðjunni hjá City - Fetar í fótspor afa sinna
Tommy Doyle í leiknum gegn Southampton í gær
Tommy Doyle í leiknum gegn Southampton í gær
Mynd: Getty Images
Það vakti mikla athygli er byrjunarlið Manchester City var tilkynnt fyrir leikinn gegn Southampton í enska deildabikarnum í gær en þar var 18 ára Englendingur á blaði.

Hinn 18 ára gamli Tommy Doyle fékk tækifærið í liði City en hann spilaði á miðjunni.

Hann átti góðan leik í liðinu og skilaði sínu ágætlega en hann er fæddur og uppalinn í Manchester.

Doyle er í U19 ára landsliði Englendinga en hann á að baki 25 leiki og 6 mörk fyrir yngri landsliðin.

Hann hefur ekki langt að sækja hæfileika sína en báðir afar hans spiluðu með City.

Mike Doyle og Glyn Pardoe spiluðu með City fyrir 49 árum síðan en þeir unnu einmitt enska deildabikarinn saman árið 1970 og svo aftur 1976.

Það er þá önnur áhugaverð staðreynd um Pardoe en hann er yngsti leikmaður City frá upphafi. Hann spilaði sinn fyrsta leik aðeins 15 ára og 313 daga gamall. Barnabarnið hans er aftur á móti 18 ára og 13 daga gamall.


Athugasemdir
banner
banner
banner