Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 30. október 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
50. aukaspyrnumark Lionel Messi
Lionel Messi er búinn að skora úr 50 aukaspyrnum á ferlinum
Lionel Messi er búinn að skora úr 50 aukaspyrnum á ferlinum
Mynd: Getty Images
Aukaspyrnumark Lionel Messi í 5-1 sigrinum á Real Valladolid var númer 50 á ferlinum.

Messi skoraði tvö og lagði upp tvö í sigrinum í gær en aukaspyrnumarkið hans var ansi þýðingarmikið.

Það var 50. aukaspyrnumarkið á ferlinum en hann hefur skorað 44 mörk fyrir Barcelona og 6 mörk fyrir Argentínu.

Messi á þó svolítið í það að bæta metið en Juninho, fyrrum leikmaður Lyon, á metið en hann gerði 77 aukaspyrnumörk á ferlinum. Pele gerði 70 mörk og þá gerðu þeir Ronaldinho og Victor Legrottaglie 66 mörk.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner