Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 30. október 2019 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Bale veit ekki hver forsætisráðherra er - Fylgist bara með golfi
Gareth Bale spáir ekki mikið í því sem er í gangi í fjölmiðlum
Gareth Bale spáir ekki mikið í því sem er í gangi í fjölmiðlum
Mynd: Getty Images
Gareth Bale, leikmaður Real Madrid á Spáni, hefur ekki hugmynd um það sem er í gangi í fjölmiðlum en hann segist ekki skoða blöðin og hefur ekki einu sinni hugmyndum hver er í embætti forsætisráðherra.

Bale, sem er 30 ára gamall, hefur spilað á Spáni síðustu sex ár en þar hefur hann unnið Meistaradeildina fjórum sinnum og spænsku deildina einu sinni.

Hann var í áhugaverðu viðtali hjá Telegraph á dögunum en hann segist mest hafa gaman af golfi. Hann veit ekki að Boris Johnson er tekinn við embætti sem forsætisráðherra Bretlandseyja og þá veit hann lítið sem ekkert um útgöngu Bretlands úr ESB.

„Ég er ekki með neitt í símanum, þannig ef vinir mínir eða umboðsmaður minn geta haft samband með eitthvað sem ég þarf að vita. Ég sé ekki þörfina til að pæla í einhverju öðru," sagði Bale.

„Ég fylgist með fréttum sem tengjast fjárhagsviðskiptum því það hefur kannski áhrif á fjárfestingar eða fjárhag minn, því þar getur allt breyst. Annars veit ég ekki 99 prósent af því sem Brexit snýst um. Ég hef ekki einu sinni hugmynd um hver er forsætisráðherra Bretlandseyja."

„Ég hef ekkert um það að segja svo ég hef ekki áhuga. Ég fylgist með golfi. Ég get sagt þér hver er besti golfarinn,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner