Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 30. október 2019 18:33
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Liverpool og Arsenal: Özil byrjar
Rhian Brewster er í liði Liverpool
Rhian Brewster er í liði Liverpool
Mynd: Getty Images
Liverpool og Arsenal eigast við í 16-liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld en leikurinn fer fram á Anfield og hefst klukkan 19:30

Það vekur athygli að Rhian Brewster, Harvey Elliott, Sepp van den Berg og Neco Williams byrja.

Neco Williams er 18 ára gamall hægri bakvörður og er að spila sinn fyrsta leik fyrir liðið. Hinn 17 ára gamli Sepp van den Berg er þá í fyrsta sinn í byrjunarliði Liverpool.

Mesut Özil kemur inn í lið Arsenal og þá er brasilíska ungstirnið Gabriel Martinelli einnig í liðinu

Byrjunarlið Liverpool: Kelleher, Williams, Gomez, van den Berg, Milner, Lallana, Keita, Oxlade-Chamberlain, Elliott, Origi, Brewster

Byrjunarlið Arsenal: Martinez, Bellerin, Holding, Mustafi, Kolasinac, Torreira, Willock, Maitland-Niles, Özil, Saka, Martinelli
Athugasemdir
banner
banner
banner