Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mið 30. október 2019 22:02
Brynjar Ingi Erluson
Enski deildabikarinn: Man Utd í 8-liða úrslit eftir sigur á Chelsea
Marcus Rashford skoraði geggjað aukaspyrnumark
Marcus Rashford skoraði geggjað aukaspyrnumark
Mynd: Getty Images
Tveimur síðustu leikjum kvöldsins í enska deildabikarnum er lokið en Manchester United vann Chelsea 2-1 þökk sé frábæru sigurmarki Marcus Rashford.

Ole Gunnar Solskjær stillti upp sterku liði gegn Chelsea á Stamford Bridge í kvöld í bland við unga leikmenn en United komst yfir á 26. mínútu.

Marcos Alonso braut þá á Daniel James innan teigs. Rashford steig á punktinn og skoraði. Callum Hudson-Odoi fékk upplagt tækifæri til að jafna í upphafi síðari hálfleiks en hann skaut framhjá af stuttu færi.

Michy Batshuayi jafnaði metin á 61. mínútu en það kom löng markspyrna fram völlinn. Hann náði til boltans og þrumaði honum af 22 metra færi í netið.

Tólf mínútum síðar var hins vegar komið að Rashford. United fékk aukaspyrnu af 30 metrunum og ákvað hann að nota hina mögnuðu Pirlo/Ronaldo-tækni og hamra boltanum yfir markið áður en hann tók dýfu í vinstra hornið. Gersamlega óverjandi.

2-1 sigur Manchester United staðreynd og liðið á leið í 8-liða úrslit.

Aston Villa vann þá Wolves 2-1. Anwar El Ghazi kom Villa yfir með marki af stutu færi áður en ítalski framherjinn Patrick Cutrone jafnaði eftir sendingu frá Taylor Perry.

Ahmed Elmohamady tryggði Villa svo áfram í 8-liða úrslitin með marki eftir aukaspyrnu Henry Lansbury.

Úrslit og markaskorarar:

Aston Villa 2 - 1 Wolves
1-0 Anwar El Ghazi ('28 )
1-1 Patrick Cutrone ('54 )
2-1 Ahmed Elmohamady ('57 )

Chelsea 1 - 2 Manchester Utd
0-1 Marcus Rashford ('25 , víti)
1-1 Michy Batshuayi ('61 )
1-2 Marcus Rashford ('73 )
Athugasemdir
banner
banner