mið 30. október 2019 14:07
Elvar Geir Magnússon
Francis Jeffers hótaði eiginkonu sinni lífláti
Francis Jeffers.
Francis Jeffers.
Mynd: Getty Images
Francis Jeffers, fyrrum sóknarmaður Arsenal og Everton, er í vandræðum í einkalífinu. Hann og eiginkona hans, sem hafa verið saman í 20 ár, eru að ganga í gegnum skilnað.

Jeffers er 38 ára og lagði skóna á hilluna 2013 en hann er nú þjálfari yngri flokka hjá Everton.

Jeffers viðurkenndi fyrir dómi í morgun að hafa sent eiginkonu sinni, Lucy, gróf og alvarleg skilaboð í gegnum samskiptamiðla.

Jeffers sá Lucy í félagsskap annars manns og sendi henni skilaboð í gegnum Whatsapp þar sem hann varaði hana við því að „geta endað í líkkistu".

Jeffers hefur verið settur í nálgunarbann.

Miklar vonir voru bundnar við Jeffers þegar hann var spennandi sóknarmaður og fenginn til Arsenal 2001. Hann stóð ekki undir væntingum og átti síðan eftir að spila meðal annars í Ástralíu og á Möltu.
Athugasemdir
banner
banner