Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 30. október 2019 19:20
Brynjar Ingi Erluson
Keogh látinn fara frá Derby - Neitaði að taka á sig launalækkun
Richard Keogh
Richard Keogh
Mynd: Getty Images
Enska B-deildarfélagið Derby County er búið að rifta samningnum við Richard Keogh en samningur hans átti að renna út næsta sumar. Guardian greinir frá.

Keogh, sem er 33 ára gamall, verður frá í 12-14 mánuði eftir hann meiddist á hné í bílslysi.

Leikmenn Derby tóku móralskt kvöld þar sem liðið borðaði saman þann 24. september. Nokkrir leikmenn héldu áfram að skemmta sér það kvöld og fór svo að Mason Bennett og Tom Lawrence keyrðu undir áhrifum áfengis.

Lawrence keyrði á ljósastaur en Keogh var farþegi og meiddist hann illa á hné í kjölfarið.

Derby fór fram á að Keogh myndi taka á sig launalækkun hjá félaginu en hann var á 24 þúsund pundum á viku. Hann hafnaði því og ákvað félagið því að rifta samningnum við leikmanninn.

Keogh spilaði 315 leiki með Derby í B-deildinni en er nú án samnings. Hann á þó rétt að áfrýja niðurstöðu Derby en hann hefur þegar ráðfært sig við lögfræðing og rætt við leikmannasamtökin.
Athugasemdir
banner
banner
banner