Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 30. október 2019 08:49
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Fréttablaðið 
Milos komst upp með lægst launaða hópinn
Milos hefur verið að gera góða hluti í Svíþjóð.
Milos hefur verið að gera góða hluti í Svíþjóð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Víkings og Breiðabliks, hefur verið að gera frábæra hluti sem þjálfari en á mánudaginn stýrði hann Mjällby upp í efstu deild í Svíþjóð. Hann hefur komið liðinu upp um tvær deildir á tveimur árum.

„Mjällby er félag sem var í efstu deild fyrir sex árum og það var á stefnuskránni hjá stjórninni að komast þangað aftur 2023 þannig að við erum fjórum árum á undan áætlun," segir Milos í viðtali við Fréttablaðið.

Því var spáð að Mjällby yrði í neðri hluta sænsku B-deildarinnar en liðið blés á allar hrakspár.

„Afrekið er ekki síst mikið þar sem við erum með ódýrasta lið deildarinnar hvað launakostnað varðar. Meðallaun hjá okkur eru rúmlega 200.000 íslenskar krónur fyrir skatt þannig að við erum ekki með dýrt lið. Þá erum við þar að auki með næstyngsta lið deildarinnar og það lið sem er það yngsta er í harðri fallbaráttu."

Í viðtalinu við Fréttablaðið segir Milos að hann muni hugsanlega horfa til Íslands til að sækja liðsstyrk fyrir næsta tímabil.

„Ég mun fyrst kanna það hvaða leikmenn eru í boði á sænska markaðnum og svo mun ég líta til Íslands og annarra staða hvað leikmenn varðar," segir Milos.
Athugasemdir
banner
banner