Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 30. október 2019 10:13
Magnús Már Einarsson
Neco Williams líklega í byrjunarliði Liverpool í kvöld
Neco Williams.
Neco Williams.
Mynd: Getty Images
Neco Williams, 18 ára hægri bakvörður, mun væntanlega vera í byrjunarliði Liverpool gegn Arsenal í enska deildabikarnum í kvöld.

Jurgen Klopp ætlar að gera ellefu breytingar á liðinu síðan gegn Tottenham á sunnudag og Williams mun væntanlega spila sinn fyrsta leik.

Williams er U19 ára landsliðsmaður Wales en hann hefur hrifið þjálfarateymi Liverpool á æfingum með aðalliðinu að undanförnu sem og í leikjum með U23 og U19 ára liði Liverpool.

Hinn 17 ára gamli Sepp van den Berg verður líklega einnig í byrjunarliði Liverpool í fyrsta sinn en hann kom frá Zwolle í Hollandi í sumar. Van den Berg og Joe Gomez verða væntanlega saman í hjarta varnarinnar í kvöld og Caoimhin Kelleher verður í markinu.

Alex Oxlade-Chamberlain, James Milner, Naby Keita, Adam Lallana og Divock Origi verða að öllum líkindum allir í byrjunarliðinu og ungu leikmennirnir Rhian Brewster og Harvey Elliott fá væntanlega einnig mínútur.

Sjá einnig:
16 ára Elliott gæti spilað sinn fyrsta leik á Anfield
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner