Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 30. október 2019 14:30
Magnús Már Einarsson
Neville gagnrýnir refsinguna - Vill að þjóðir taki málin í eigin hendur
Gary Neville.
Gary Neville.
Mynd: Getty Images
Gary Neville, sérfræðingur Sky, er afar ósáttur með refsinguna sem Búlgaría fékk fyrir kynþáttafordóma frá stuðningsmönnum í leiknum gegn Englandi fyrr í mánuðinum.

Búlgarska landsliðið var í gær dæmt til að leika tvo leiki án áhorfenda. Annar leikurinn er skilorðsbundinn í eitt ár. Þá fékk búlgarska knattspyrnusambandið sekt upp á 64,650 pund (10,3 milljónir króna).

„Persónulega tel ég stöðuna þannig núna að ég myndi fagna því og styðja það ef lið myndi ganga af velli. Það var rætt um það fyrir leikinn gegn Búlgaríu að enska liðið gæti gengið af velli. Ég held að allir hefðu sýnt leikmönnum og Gareth Southgate stuðning ef þeir hefðu gengið af velli," sagði Neville.

„Ég reikna hins vegar með að England myndi fá refsingu fyrir að gera það og þá þyrftu stórar þjóðir og helst allar þjóðir í Evrópu að styðja England og draga sig úr keppni. Það er það sem þarf að gerast. Þjóðirnar þurfa að taka þetta í eigin hendur því yfirvöld eru ekki að takast á við þetta á viðeigandi hátt."
Athugasemdir
banner
banner