Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 30. október 2019 22:43
Brynjar Ingi Erluson
Samúel Kári í bikarúrslit í Noregi - Andri Rúnar hjálpaði Kaiserslautern áfram
Samúel Kári Friðjónsson
Samúel Kári Friðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norska liðið Viking er komið áfram í úrslit norska bikarsins eftir 3-0 sigur á Ranheim í kvöld.

Samúel Kári Friðjónsson byrjaði á bekknum hjá Viking en kom inná sem varamaður á 26. mínútu leiksins.

Þetta er gríðarlega stór áfangi fyrir Viking en liðið er að spila í bikarúrslitum í fyrsta sinn frá 2001.

Viking mætir Odds Ballklub eða Haugesund í úrslitum.

Andri Rúnar Bjarnason kom þá inná sem varamaður hjá Kaiserslautern í þýska bikarnum en liðið mætti Nürnberg.

Staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma en Andri kom inná á 98. mínútu. Það þurfti að fara með leikinn í vítaspyrnukeppni og skoraði Andri Rúnar örugglega úr sinni spyrnu og hjálpaði þannig Kaiserslautern áfram í næstu umferð.

Eggert Gunnþór Jónsson og félagar í SonderjyskE eru þá komnir áfram í 8-liða úrslit danska bikarsins eftir 1-0 sigur á Bröndby en hann var í byrjunarliði liðsins. Hjörtur Hermannsson byrjaði vörn Bröndby.

CSKA Moskva er áfram í rússneska bikarnum eftir 1-0 sigur á Ufa í dag. Arnór Sigurðsson spilaði allan leikinn en Hörður Björgvin Magnússon var á bekknum.

Ögmundur Kristinsson og hans menn í Larissa í Grikklandi eru þá úr leik í gríska bikarnum eftir 3-0 tap gegn Kalamata.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner