Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 30. október 2019 12:30
Elvar Geir Magnússon
Segir að Declan Rice eigi margt eftir ólært
Declan Rice, leikmaður West Ham.
Declan Rice, leikmaður West Ham.
Mynd: Getty Images
Dean Ashton, fyrrum leikmaður West Ham, segir að miðjumaðurinn Declan Rice eigi ekki að drífa sig frá West Ham.

Ashton segir að hinn tvítugi Rice sé ekki nálægt því að vera „100 milljóna punda leikmaður" í dag en hann hefur verið orðaður við Manchester United í nokkurn tíma.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, hefur mikið verið að horfa til ungra Englendinga.

„Hann á margt eftir ólært og þarf að bæta sig á ýmsum sviðum. Það er ekki hægt að finna betri stað til að læra og bæta sig en hjá West Ham. Hann gæti þurft eitt eða tvö tímabil í viðbót áður en hann skiptir í félag þar sem pressan yrði mun meiri," segir Ashton.

„Declan Rice liggur ekkert á. Hann er hjá félagi sem hann elskar og hann verður að fara þegar rétta tækifærið og tímasetningin koma. Ég tel að hann sé á réttum stað til að bæta feril sinn. Hann les leikinn vel og brýtur upp spilið frábærlega en hann getur bætt sig á boltanum, orðið öruggari á þeim sviðum."

Ofan á það hefur Manchester United verið að gefa eftir og er ekki líklegt til að vera að berjast um titla.

„Þetta er samt enn risastórt félag sem mun alltaf vera á eftir leikmönnum eins og Declan Rice," segir Ashton.
Athugasemdir
banner
banner