Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 30. október 2019 15:30
Magnús Már Einarsson
Vidal talar ekki við Bravo - Ósáttur við ummæli eiginkonu
Arturo Vidal og Claudio Bravo árið 2017 á meðan þeir voru ennþá vinir.
Arturo Vidal og Claudio Bravo árið 2017 á meðan þeir voru ennþá vinir.
Mynd: Getty Images
Arturo Vidal, miðjumaður Barcelona, hefur opnað sig um ástæður þess af hverju hann vill ekki tala við Claudio Bravo, markvörð Manchester City, en þeir eru liðsfélagar í landsliði Síle.

Vidal og Bravo voru áður fyrr góðir félagar en Vidal segir að þeir tali ekki saman í dag eftir ummæli sem Carla Pardo Lizana, eiginkona Bravo, lét falla eftir að Síle mistókst að komast á HM í Rússlandi árið 2018.

„Ég veit að meirihlutinn af leikmönnum lögðu hart að sér á meðan aðrir fóru út á lífið og djömmuðu. Þeir æfðu ekki einu sinni af því þeir voru svo drukknir," skrifaði Carla á Instagram á sínum tíma.

Vidal var brjálaður yfir ummælunum og í dag er samband hans og Bravo ekki gott þó að þeir séu liðsfélagar. „Eiginkona Bravo sakaði okkur um að djamma fyrir undankeppni HM og að við höfum ekki æft út af því að við vorum drukknir," sagði Vidal.

„Annar af okkur tveimur þarf að stíga fram og það er ekki ég. Ég var ekki með nein vandræði (í síðasta landsliðsverkefni) og við æfðum báðir."

„Hann gaf allt sem hann átti og ég líka. Liðið gat séð það. Við erum ekki vinir, og verðum það ekki, en landsliðið er mikilvægast."


Vidal segist hafa rætt við Bravo eftir að atvikið komi upp en að þeir hafi ekki talað saman síðan þá. „Ég hef sagt hluti við hann og ég sé enga ástæðu til að segja þá í fjölmiðlum. Ég er nægilega stór maður til að segja hluti augliti til auglitis. Ég veit ekki hvort hann skildi það sem ég sagði en við höfum ekki talað saman síðan þá," sagði Vidal.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner