mið 30. október 2019 10:30
Magnús Már Einarsson
Vilja halda HM 2027 á Norðurlöndunum - Leikur á Íslandi?
Bæta þarf aðstöðu á Laugardalsvelli til að mögulegt verði að spila HM leik á Íslandi.
Bæta þarf aðstöðu á Laugardalsvelli til að mögulegt verði að spila HM leik á Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnusamböndin á Norðurlöndum (Ísland, Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Færeyjar og Finnland) hafa lýst yfir áhuga á að sækja sameiginlega um að halda úrslitakeppni HM kvennalandsliða árið 2027, en unnið hefur verið að verkefninu undanfarin tvö ár.

Hugmyndin hefur þegar fengið jákvæðar viðtökur hjá FIFA, og fjallað verður um möguleikann á norrænu HM 2027 á fundi Norðurlandaráðs sem fram fer í Svíþjóð í vikunni.

Í fyrsta hluta undirbúnings umsóknar þarf að kortleggja hvaða leikstaðir og leikvangar koma til greina – en fyrir liggur að í mótinu munu 32 lið taka þátt og hvert lið þarf sitt æfingasvæði, heildarfjöldi leikja verður 64 og lágmarksfjöldi leikvanga fyrir mótið er 8.

Ljóst er að Laugardalsvöllur stenst ekki kröfur til að hýsa leiki á mótinu í dag en það gæti breyst ef nýr leikvangur verður klár árið 2027.

„„Við erum spennt fyrir þessu verkefni – hvort sem við fáum leik eða ekki. Við munum taka þátt á einn eða annan hátt enda margt sem hangir á spýtunni í kringum svona mót. Við og Færeyjar sjáum fyrir okkur að halda dómararáðstefnu, drátt í riðla eða eitthvað álíka. Draumurinn er að fá leik eða leiki en á meðan við höfum ekki staðfestingu um hvað við getum boðið upp á í vallar­málum þá er erfitt að sækja það fast,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, við Fréttablaðið í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner