Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 30. október 2020 16:30
Elvar Geir Magnússon
Pepe þarf að finna stöðugleika
Nicolas Pepe.
Nicolas Pepe.
Mynd: Getty Images
Nicolas Pepe skoraði eitt af mörkum Arsenal í 3-0 sigrinum gegn Dundalk í gær.

Þessi 25 ára vængmaður varð dýrasti leikmaður arsenal þegar hann var keyptur frá Lille á 72 milljónir punda síðasta sumar.

Hann missti boltann alls fimmtán sinnum í fyrri hálfleik en í upphafi seinni hálfleiks náði hann að skora.

Frammistaða Pepe hefur verið misjöfn síðan hann gekk í raðir Arsenal og leikurinn í gær til marks um það.

„Hann er ekki fyrsta val í öllum leikjum núna en hann er að spila slatta. Hann hefur verið misjafn. Þetta snýst um að finna stöðugleika, líka í leikjunum sjálfur. Það þarf að fjölga réttu ákvörðununum," segir Mikel Arteta, stjóri Arsenal.

„Hann er leikmaður sem tekur áhættu og er með sköpunarmátt. Það er erfiðasti hlutinn í fótboltanum. Við erum að vinna í því að ná upp meiri stöðugleika hjá honum svo það komi meira út úr honum."

Arsenal á stórleik gegn Manchester United á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner