Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 30. október 2022 15:20
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Man Utd og West Ham: Ronaldo og Maguire byrja báðir
Mynd: Getty Images

Síðari leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni fer fram á Old Trafford en þar mætast Manchester United og West Ham klukkan 16:15.


Heimamenn hafa verið að spila vel að undanförnu en liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Chelsea á Stamford Bridge í síðustu umferð og þar á undan lagði liðið Tottenham að velli á Old Trafford.

West Ham hefur verið að klifra upp töfluna upp á síðkastið en liðið vann 2-0 heimasigur á Bournemouth í síðustu umferð. Bæði West Ham og Man Utd unnu sína leiki í Evrópukeppnum í miðri viku.

Erik ten Hag, stjóri Man Utd, gerir þrjár breytingar frá jafnteflisleiknum gegn Chelsea. Anthony Elanga, Cristiano Ronaldo og Harry Maguire koma inn fyrir þá Raphael Varane, Jadon Sancho og Antony.

David Moyes, stjóri Hamranna, gerir eina breytingu frá sigurleiknum gegn Bournemouth. Craig Dawson kemur inn í liðið og þá fer Thilo Kehrer í hægri bakvörðinn. Ben Johnson fær sér sæti á bekknum.

Man Utd: De Gea, Dalot, Maguire, Martinez, Shaw, Casemiro, Eriksen, Elanga, Fernandes, Rashford, Ronaldo.
(Varamenn: Bishop, Dubravka, Malacia, Fred, Sancho, Pellistri, Van de Beek, McTominay, Garnacho.)

West Ham: Fabianski, Cresswell, Kehrer, Zouma, Dawson, Rice, Soucek, Downes, Benrahma, Bowen, Scamacca.
(Varamenn: Areola, Johnson, Coufal, Fornals, Antonio, Lanzini, Ogbonna, Coventry, Emerson.)


Athugasemdir
banner