Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 30. október 2022 23:55
Brynjar Ingi Erluson
Myndband: Skoraði sturlað mark gegn Aroni og Óla
Mynd: Getty Images
Eitt flottasta mark tímabilsins í Svíþjóð var skorað í 3-2 sigri Sirius á Sundsvall í úrvalsdeildinni í dag en leikmenn Sirius voru hreinlega vankaðir eftir að þeir föttuðu hvað hafði gerst.

Edi Sylisufaj kom Sirius í 2-1 á 61. mínútu leiksins með góðu marki og átti nú að sjá til þess að drepa leikinn.

Erik Andersson, leikmaður Sundsvall, var á öðru máli. Hann var ekki lengi að taka miðju og þruma boltanum yfir allan völlinn og í netið.

Hinn 20 ára gamli Hannes Sveijer stóð í markinu hjá Sirius og má alveg setja stórt spurningamerki við markvörsluna hjá honum. Þó boltinn hafi vissulega verið fastur þá átti hann líklega að taka þennan bolta.

Hægt er að sjá jöfnunarmarkið hér fyrir neðan. Þess má geta að Sirius vann leikinn með sigurmarki Christian Kouakou á þriðju mínútu í uppbótartíma.


Athugasemdir
banner
banner
banner