sun 30. október 2022 19:10
Brynjar Ingi Erluson
Rashford hrósar varnarlínunni - „Þeir voru frábærir"
Marcus Rashford skoraði með góðum skalla
Marcus Rashford skoraði með góðum skalla
Mynd: EPA
Marcus Rashford, framherji Manchester United, var hæstánægður með 1-0 sigurinn á West Ham í kvöld en hann segir að þetta séu leikirnir sem þurfa að vinnast.

United spilaði ekkert sérstaklega vel í leiknum en komst yfir með marki Rashford undir lok fyrri hálfleiks.

West Ham leitaði að jöfnunarmarki í þeim síðari en frábær varnarleikur liðsins skóp sigurinn.

„Við spiluðum ekki vel en það er gott að vinna svoleiðis leiki. Ef við viljum ná markmiðum okkar þá þurfum við að vinna þessa leiki," sagði Rashford.

Hann skoraði 100. mark sitt fyrir United og er 22. leikmaðurinn til að afreka það en hann er stoltur af markinu.

„Það er yndisleg tilfinning að ná 100. markinu. Þetta er eitthvað sem ég hef verið að stefna að. Mér finnst ég þurfa að skora fleiri svona mörk og halda áfram að koma mér í þessi svæði. Ég er ánægður að hafa skorað í dag og það er alltaf gott að skora hvort sem Gareth Southgate er að horfa eða ekki."

Vörn United varðist vel undir lok leiks og hrósaði Rashford nokkrum sérstaklega eftir leikinn.

„Það var allt önnur orka í liðinu. Við byrjuðum erfiðlega en við verðum að halda áfram."

„De Gea, Martínez, Harry og Diogo voru allir frábærir. Við náðum halda þessu og vörðumst vel,"
sagði Rashford í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner