sun 30. október 2022 11:20
Aksentije Milisic
Skotmark Arsenal mun kosta meira en Antony
Mudryk.
Mudryk.
Mynd: EPA

Úkraínski leikmaðurinn Mykhaylo Mudryk hefur verið frábær í liði Shakhtar Donetsk en þessi 21 árs gamli leikmaður hefur verið undir smásjánni hjá Arsenal.


Hann hefur skorað þrjú mörk í fimm leikjum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en nú er rætt um það að Manchester City sé að fara blanda sér í baráttuna um þennan öfluga leikmann og gætu Englandsmeistararnir keypt hann strax í janúar.

Carlo Nicolini, yfirmaður fótboltamála hjá Shakhtar, segir að félagið muni einungis fara í viðræður við félög um sölu á Mudryk ef tilboðið verður ekki lægra en 85 milljónir punda.

Hann ber leikmanninn saman við leikmenn eins og Kylian Mbappe, Rafa Leao og Vinicius Jr og segir Nicolini að Mudryk muni kosta meira heldur en Brasilíumaðurinn Antony en Manchester United keypti hann fyrir 82 milljónir punda.

Mudryk færi þá á topp 15 lista yfir dýrustu félagsskiptin og hann yrði þá dýrasti leikmaðurinn frá Austur Evrópu frá upphafi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner