Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 30. nóvember 2019 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur að Allegri muni bara gera undantekningu fyrir Man Utd
Massimiliano Allegri.
Massimiliano Allegri.
Mynd: Getty Images
Blaðamaðurinn David Amoyal, sem skrifar meðal annars fyrir The Athletic, telur að Massimiliano Allegri sé ekki að fara að taka við Arsenal.

Unai Emery var rekinn frá Arsenal í gær og er Allegri einn af þeim sem hafa verið orðaður við starfið.

Allegri hefur verið án starfs síðan hann yfirgaf Juventus í sumar en þar raðaði hann titlum. Hann var einnig orðaður við Arsenal áður en Emery var ráðinn í maí 2018.

Íþróttafréttamaðurinn áreiðanlegi Fabrizio Romano segir að segir að Allegri taki ekki við Arsenal og Amoyal er því sammála.

Amoyal segir að plan Allegri hafi ekki breyst. Hann sé áfram í ársfríi frá fótbolta. Hann heldur að eina félagið sem hann myndi gera undantekningu sé Manchester United.

Hér að neðan má sjá tíst Amoyal.


Athugasemdir
banner
banner
banner