þri 30. nóvember 2021 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Æfingaleikir: FH skoraði fjögur - Benoný skoraði í Bologna
Kristinn Freyr skoraði fyrir FH.
Kristinn Freyr skoraði fyrir FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH 4 - 1 Fylkir
Mörk FH: Björn Daníel, Kristinn Freyr, Lennon og Vuk.
Mark Fylkis: Benedikt Daríus Garðarsson.

Á föstudag fór fram æfingaleikur FH og Fylkis í Skessunni í Hafnarfirði. FH vann leikinn 4-1.

Það voru þeir Björn Daníel Sverrisson, Kristinn Freyr Sigurðsson, Steven Lennon og Vuk Oskar Dimitrijevic sem skoruðu mörk Hafnfirðinga og það var Benedikt Daríus Garðarsson aka. Bílabúð Benna sem skoraði mark Fylkis.

Þá barst Fótbolta.net ábending að Benoný Breki Andrésson hefði skorað í æfingaleik með U17 ára liði Bologna gegn Podenzano á sunnudag. Þetta var þriðja mark Benonýs fyrir Bologna í átta leikjum.

Byrjunarlið FH: Gunnar - Hörður, Eggert, Arngrímur, Haraldur - Björn, Logi Hrafn, Kristinn - Jónatan, Lennon, Cole Campbell
Byrjunarlið Fylkis: Ólafur - Ragnar Bragi, Orri, Ásgeir, Daði - Ásgeir Börkur, Nikulás, Birkir - Óskar, Bílabúð Benna, Þórður Gunnar.

Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner
banner