Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 30. nóvember 2021 12:12
Elvar Geir Magnússon
PSG var tilbúið að sleppa Pochettino fyrir 17 milljónir punda ef Zidane væri klár
Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino.
Mynd: EPA
Paris Saint-Germain var tilbúið að hleypa Mauricio Pochettino strax burt til að taka við Manchester United, gegn tveimur kröfum.

Pochettino var orðaður við United en félagið hefur staðfest að Ralf Rangnick verði bráðabirgðastjóri út tímabilið. Pochettino gæti mögulega tekið við næsta sumar.

Telefoot segir að PSG hefði hleypt Pochettino burt ef United hefði borgað 17 milljónir punda til að kaupa hann frá gildandi samningi sem gildir til sumars 2023. Það hefði þó bara verið samþykkt ef Zinedine Zidane hefði verið klár í að stökkva inn og taka við PSG.

Á endanum fór United þá leið að ráða Rangnick á sex mánaða samningi en eftir að hann rennur út tekur í gildi tveggja ára samningur um að hann verði í sérstöku ráðgjafahlutverki.

Rangnick bíður eftir atvinnuleyfi og auk þess eru nýjar Covid takmarkanir að setja strik í reikninginn. Hann verður því ekki við stjórnvölinn í heimaleiknum gegn Arsenal á fimmtudag. Óvíst er hvort allt verði klárt fyrir leik gegn Crystal Palace þremur dögum síðar.

Michael Carrick verður áfram við stjórnvölinn á fimmtudag. United staðfesti í gær að Carrick og aðrir sem voru í þjálfarateymi Ole Gunnar Solskjær, þar á meðal Mike Phelan og Kieran McKenna, myndu starfa áfram hjá félaginu. Rangnick mun þó taka einhverja aðstoðarmenn sína með sér til félagsins.
Athugasemdir
banner
banner