þri 30. nóvember 2021 15:09
Elvar Geir Magnússon
Sjö gullnar geitur til heiðurs Messi við Eiffelturninn
Geitin. Messi og fjölskylda.
Geitin. Messi og fjölskylda.
Mynd: EPA
Það hefur ekki farið framhjá neinum að Lionel Messi vann Ballon d'Or gullknöttinn í sjöunda sinn í gær en hann hefur unnið þessi verðlaun, sem besti fótboltamaður heims, oftast allra.

Messi eða Cristiano Ronaldo (sem hefur unnið fimm sinnum) hlutu gullknöttinn á hverju ári frá 2008-2019 fyrir utan 2018 þegar Luka Modric hlaut hann.

Adidas ákvað að heiðra Messi með skemmtilegum hætti og setja upp sjö gullgeitur með gullbolta við Eiffelturninn í París en í frönsku borginni er Ballon d'Or verðlaunin ár hvert.

Veitingarnar á hátíðinni virðast þó hafa farið eitthvað illa í Messi sem er kominn með magakveisu samkvæmt frönskum fjölmiðlum og óvissa með þátttöku hans í leik Paris Saint-Germain gegn Nice á morgun.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner