Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   lau 30. nóvember 2024 14:52
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Skoraði tvö í sigri á stjóralausum Hull-mönnum
Tommy Conway fagnar með Boro í dag
Tommy Conway fagnar með Boro í dag
Mynd: Getty Images
Skotinn Tommy Conway skoraði tvennu er Middlesbrough vann Hull City, 3-1, í ensku B-deildinni í dag.

Boro tapaði í síðustu umferð en hafði þar á undan unnið þrjá leiki í röð.

Finn Azaz kom liðinu á bragðið á 24. mínútu áður en Conway náði að kreista inn öðru undir lok fyrri hálfleiks.

Mason Burstow minnkaði muninn fyrir Hull þegar tuttugu mínútur voru eftir áður en Conway gekk endanlega frá leiknum með öðru marki sínu rúmum tíu mínútum fyrir leikslok. Þetta var áttunda mark Conway sem er nú þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar.

Góður sigur hjá Middlesbrough sem er í 5. sæti en stjóralausir Hull-menn eru í 22. sæti með 15 stig.

Watford gerði markalaust jafntefli við QPR á meðan Oxford og Millwall gerðu 1-1 jafntefli.

Middlesbrough 3 - 1 Hull City
1-0 Finn Azaz ('24 )
2-0 Tommy Conway ('41 )
2-1 Mason Burstow ('71 )
3-1 Tommy Conway ('79 )

Oxford United 1 - 1 Millwall
0-1 Japhet Tanganga ('45 )
1-1 Tyler Goodhram ('86 )

Watford 0 - 0 QPR
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Sheffield Utd 20 13 5 2 28 11 +17 42
2 Leeds 20 12 5 3 36 14 +22 41
3 Burnley 20 10 8 2 24 7 +17 38
4 Sunderland 20 10 7 3 29 15 +14 37
5 Blackburn 19 10 4 5 23 17 +6 34
6 West Brom 20 7 11 2 23 14 +9 32
7 Middlesbrough 20 9 4 7 34 25 +9 31
8 Watford 19 9 4 6 27 25 +2 31
9 Swansea 20 7 6 7 21 19 +2 27
10 Norwich 20 6 8 6 35 30 +5 26
11 Bristol City 20 6 8 6 25 25 0 26
12 Sheff Wed 20 7 5 8 23 29 -6 26
13 Millwall 19 6 7 6 20 17 +3 25
14 Preston NE 20 4 10 6 20 26 -6 22
15 Luton 20 6 4 10 23 35 -12 22
16 Coventry 20 5 6 9 25 29 -4 21
17 Derby County 20 5 6 9 22 26 -4 21
18 Stoke City 20 5 6 9 21 26 -5 21
19 QPR 20 4 9 7 20 26 -6 21
20 Oxford United 19 4 6 9 20 30 -10 18
21 Portsmouth 18 3 8 7 21 30 -9 17
22 Cardiff City 19 4 5 10 17 30 -13 17
23 Plymouth 19 4 5 10 19 40 -21 17
24 Hull City 20 3 7 10 18 28 -10 16
Athugasemdir
banner
banner