Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   lau 30. nóvember 2024 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Konate spilar líklega ekki meira á þessu ári
Mynd: EPA
Ibrahima Konate, miðvörður Liverpool, verður líklega ekki meira með á þessu ári eftir að hafa meiðst í leik liðsins gegn Real Madrid á miðvikudag.

Frakkinn meiddist á hné undir lok leiksins er hann var að etja kappi við brasilíska framherjann Endrick.

Konate kláraði leikinn en í gær kom fram að hann muni ekki spila með liðinu gegn Manchester City um helgina og þá óttast að hann yrði ekki með í næstu leikjum.

Samkvæmt enskum miðlum verður Konate frá í 5-6 vikur og mun því missa af desembertörninni.

Arne Slot, stjóri liðsins, þarf því að treysta á annað hvort Joe Gomez eða Jarell Quansah. Quansah byrjaði fyrsta deildarleikinn gegn Ipswich en var tekinn af velli í hálfleik. Gomez hefur ekki enn byrjað leik í deildinni.

„Ótrúlega svekkjandi að meiðast í lok þessa frábæra leiks á miðvikudagskvöld. Núna hefjum við endurhæfingaferlið, en einu get ég lofað ykkur og það er að ég mæti aftur og verð á ný besta útgáfan af sjálfum mér. Takk fyrir þennan ómetanlega stuðning á Anfield. Vonandi munum við halda áfram á sömu braut og mun ég styðja liðið alla leið,“ sagði Konate.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner