lau 30. desember 2017 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Allan: Við stefnum á titilinn
Allan hefur leikið yfir 100 leiki fyrir Napoli á tveimur og hálfu ári.
Allan hefur leikið yfir 100 leiki fyrir Napoli á tveimur og hálfu ári.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Allan talaði um titilvonir Napoli eftir 1-0 sigur liðsins gegn fallbaráttuliði Crotone í gær.

Sigurinn tryggir það að Napoli er í fyrsta sæti yfir áramótin, rétt fyrir ofan Juventus, Inter og restina.

„Það leikur enginn vafi á því að við stefnum á titilinn. Við vorum mjög góðir á síðari hluta síðasta tímabils, núna þurfum við að endurtaka leikinn," sagði Allan að leikslokum.

Maurizio Sarri, þjálfari Napoli, tjáði sig að leikslokum og sagðist ekki skilja hvers vegna Allan fengi ekki tækifæri með Brasilíu.

„Mér finnst Allan eiga skilið að spila fyrir Brasilíu. Ég vona samt að þeir kalli hann ekki í landsliðið, þá sjáum við minna af honum hérna.

„Það er raunverulegt vandamál að vera í landsliði sem er hinu megin á hnettinum, það er ekki gott að ferðast svona mikið."

Athugasemdir
banner
banner
banner