lau 30. desember 2017 16:00
Kristófer Jónsson
Leon Britton hafnar þjálfarastöðu hjá Swansea
Mynd: Getty Images
Leon Britton, miðjumaður Swansea, hefur hafnað því að ganga í þjálfarateymi Carlos Caravalhal, nýráðins knattspyrnustjóra Swansea.

Britton stýrði liðinu tímabundið eftir að Paul Clement var látinn taka poka sinn frá félaginu en þvertók fyrir það alfarið að hann myndi taka við félaginu til frambúðar.

„Félagið gaf mér kost á að koma inní þjálfarateymið á ný en ég held að kraftar mínir nýtist betur inná vellinum sem leikmaður. Ég hef gaman af þjálfun en mér finnst ég þurfa alla mína einbeitingu á mína stöðu sem leikmaður." sagði Britton

Swansea spilar þessa stundina gegn Watford en liðið er á botni deildarinnar með 13 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner