banner
   lau 30. desember 2017 11:00
Kristófer Jónsson
Morata segist ekki hafa hafnað Tottenham af ótta við samkeppni
Mynd: Getty Images
Alvaro Morata, framherji Chelsea, segir það ekki satt hjá Maurico Pochettino, knattspyrnustjóra Tottenham, að hann hafi hafnað að ganga í raðir hinna hvítklæddu af ótta við samkeppni við Harry Kane.

Morata gekk til liðs við Chelsea í sumar fyrir 70 milljónir punda og hefur byrjað vel hjá Lundúnarliðinu en hann hefur skorað 12 mörk það sem af er tímabili.

„Þetta er ekki satt. Hann (Pochettino) sagðist vilja spila okkur báðum. Það var bara ekki möguleiki á að ég myndi ganga í raðir Tottenham á þessum tímapunkti." sagði Morata út í ummæli Pochettino.

„Að sjálfsögðu væri gaman að spila með Harry Kane þar sem að hann er frábær leikmaður. En á þessum tímapunkti langaði mig ekki að yfirgefa Real Madrid." sagði Morata að lokum.

Chelsea fær Stoke í heimsókn klukkan 15:00 í dag og verður Morata væntanlega í eldlínunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner