Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 30. desember 2017 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Pep: Palace getur ekki unnið án Zaha
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola og lærisveinar hans í Manchester City heimsækja Crystal Palace á morgun, gamlársdag.

Pep tjáði sig sérstaklega um Wilfried Zaha á fréttamannafundi fyrir leikinn og sagði að gengi Palace snerist að miklu leyti um hann.

„Mér er alveg sama um að bæta met. Það skiptir engu máli að bæta met, þú vinnur ekkert með því að bæta met. Ég veit ekki hvað ég á að segja þegar ég er spurður út í einhver met," sagði Pep, spurður enn eina ferðina út í öll metin sem City getur bætt á tímabilinu.

„Öll einbeitingin fer í næsta leik, gegn Crystal Palace. Hvað getum við gert til að stöðva þennan frábæra sóknarmann? Ég er mjög hrifinn af því sem Zaha getur gert, hann getur skapað færi upp úr engu.

„Zaha er ótrúlega mikilvægur. Palace getur ekki unnið án hans. Palace fékk ekkert stig úr níu leikjum, þar til Zaha sneri aftur. Zaha getur breytt leikjum og unnið stig upp á eigin spýtur."


City er á toppi deildarinnar á meðan Palace er enn í fallbaráttu, þrátt fyrir magnaðan viðsnúning eftir að Roy Hodgson tók við félaginu.
Athugasemdir
banner
banner